Um Okkur


Forynju ræktun er í eigu Hildar Sifjar Pálsdóttur og Bjarka Freys Guðlaugssonar og snýst ræktunin um ræktun á Schäfer hundum (Þýskum fjárhundi). Markmiðið okkar að rækta vinnuglaða, fallega og heilbrigða Schäfer hunda en umfram allt  góða heimilis hunda.

Árið 2012 eignast ég minn fyrsta hund hann ISCh Kolgrímu Genius of All Time Hólm kallaður Loki. Við Loki höfum brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina og farið á fjölmörg námskeið og sýningar saman,  Loki hefur lokið Bronsprófi í hlýðni, Hlýðni I og SporI-II ásamt því að vera orðinn Íslenskurmeistari. Það má segja að Loki hafi dregið mig alveg út í hundana.

 Árið 2013 fór ég að leita mér af tík til að flytja inn til landsinns og fann alveg yndislegann ræktanda í Wales, Bretlandi, hann Jay Thomas, sem er að rækta undan fyrsta flokks þýskum línum. Í desember 2013 er hann með got og velur fyrir mig eina tik úr því goti. Í maí 2014 fer ég út til Bretlands að ná í tíkina mína hana ISObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu‘s Asynja kölluð Ynja. Ynja kemur úr einangruninni í júní 2014 þá 6 mánaða gömul og kom hún þá strax mjög skemmtilega á óvart. 

Með Ynju hef ég náð frábærum árangri í vinnu, í september 2014 lýkur Ynja Bronsprófi hjá Vinnuhundadeildinni og er einungis einn Schäfer sem hefur náð að toppa hana og er það ömmu barnið hennar, Forynju Bara Vesen.
Ynja lýkur síðan OB-I Hlýðni meistara titlinum snemma 2015, eftir það verður Ynja braut ryðjandi í Hlýðni prófum á Íslandi. Ynja verður fyrsti hundurinn sem keppir í Hlýðni II, fyrsti hundurinn til að hljóta 1.einkunn í Hlýðni II og einnig fyrsti hundurinn til að hljóta Gullmerkið.
Ynja var hvergi hætt þarna og nokkrum vikum eftir að hún átti sitt fyrsta got varð hún fyrsti hundurinn til að hljóta 1.einkunn í Hlýðni III. En í dag er hún Ynja fyrsti hundurinn til að klára 3x 1.einkunn í Hlýðni I, II og III og hljóta titlana OB-I, OB-II, OB-III og ISObCh.
Þegar við Ynja byrjuðum að keppa í efri flokkunum í Hlýðni þá var þetta ekki eins auðvelt og þetta er orðið í dag, Hundaræktarfélagið átti ekki til dómara með réttindi til að dæma Hlýðni II, III og Elite. Við börðumst fyrir því að íslensku dómararnir fengju réttindi til að dæma þessa flokka og þegar dómararnir voru komnir með réttindin þá var sjaldan sem var opið fyrir skráningu í efri flokkunum.
Ynja hefur síðan 2014 verið stigahæsti Schäferinn í hlýðniprófum.
Ynja einnig lokið C-prófi í Víðavangsleit og Snjóflóðaleit hjá Björgunnarhundasveit Íslands.

ISCh ISJCh OB-I Ivan von Arlett kemur frá Þýskalandi og er frá heimsfræga ræktandanum og dómaranum Margit Van Dorssen sem ræktar undir nafninu von Arlett. Hann Ivan er undan V1 IPO3 Giovanni Von Der Nadine og V IPO3 Andorra Von Arlett. Við festum kaup á Ivani sem hvolp 2018 og kemur hann til okkar úr einangrun í lok júlí 2018. Hann Ivan hefur lokið Hlýðni Brons og Hlýðni I ásamt því að hafa lokið OB-I Hlýðni meistara titlinum einnig hefur hann lokið Spori 1 með 1.einkunn.
Ivan var stigahæsti hundurinn í Spori 1 og Hlýðni Brons 2019 og var hann stigahæsti Schäferinn í Hlýðni 1 árið 2020.
Hann Ivan er einnig Íslenskur ungliðameistari og Íslenskur meistari

RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee kemur frá þekku ræktuninni von Panoniansee sem er út í Serbíu. Lider okkar er undan heimsfræga Dingo Di Casa Mary sem vann bæði Breska og Ítalska Sigershow ásamt því að hafa verið VA10 á Þýska Sigershow. Enn hann Lider er eini hundurinn á Íslandi sem hefur náð þeim árangri að hafa verið í 1.hring á sigershow og eini hundurinn sem hefur orðið UnghundaSigerinn og það í tveim löndum, Serbíu og Slóvakíu.

OB-I Forynju Bara Vesen er undan ISTrCh OB-II OB-I Forynju Ösku og RW-19 SG-1 Lider vom Panoniansee. Vesen lauk Hlýðni Brons einungis 9 mánaða gömul og er hún stigahæsti Schäferinn í Hlýðni Brons frá upphafi og stigahæsti hundur ársinns 2020, hún hefur einnig lokið Spori 1.
Í febrúar 2021 tók Vesen þátt í sínu fyrsta Hlýðni 1 prófi, hún tók 1.sætið í prófinu með heilum 196,5 stigum af 200 mögulegum ! Og er hún þar með stigahæsti Schafer hundurinn frá upphafi í Hlýðni 1. Vesen hefur einnig fengið 1.einkunn í Hlýðni II

ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Aska kemur úr fyrsta gotinu okkar undan ISObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu’s Asynju og CIB ISCh RW-15 -16 Juwika Fitness. Aska var strax mjög efnileg bæði á sýningum og í vinnu. Aska lauk spora prófi einungis 8 mánaða gömul með fullt hús stiga eða með 100 stig og tveim vikum seinna náði hún 1.sæti í Hlýðni Brons með Bronsmerkið og er enn þann dag í dag yngsti hundurinn sem bæði hefur hlotið 1.einkunn í Spori1 og Hlýðni Brons.
Aska eins og mamma sín hún Ynja hefur fengið 1.einkunn í Hlýðni I,II,III og hefur lokið OB-I, OB-II, OB-III og ISObCh Hlýðni meistaratitlunum. Einnig hefur hún Aska fengið 1.einkunn í Spori I, II og III og er hún lang yngsti Schäferinn til að ljúka þessum prófum og hljóta titilinn ISTrCh eða Íslenskur sporameistari. Einnig var hún Sporahundur ársinns 2019. Aska hefur einnig verið stigahæsti hundur ársinns bæði í Hlýðni og Sporaprófum síðan 2017.

DSC04075.jpg

Welincha’s Izla er nýjasta viðbótin okkar, hún kemur frá vinum okkar í Noregi þeim Ragnhild og Leif Vidar Belgen. Izla er stór glæsileg tík undan NUCH AD BH IPO2 NV-17 Falkøen’s Vasko og Welincha’s Olly. Izla mætti á fyrstu sýninguna sína hér á Íslandi í mars 2020, vann hún ungliðaflokkinn og varð síðan önnur besta tík tegundar og besti ungliði tegundar með Ungliðameistara stig og Íslensk meistarastig þá ný orðin eins árs. Izla endar árið sem önnur stigahæsta tík á sýningum fyrir árið 2020. Izla hefur einnig lokið Bronsprófi í Hlýðni.

Við hjá Forynju ræktun höfum átt stigahæstu hunda í vinnuprófum síðan 2013 og hefur engin önnur Schäfer ræktun hér á íslandi átt jafn marga hunda sem hafa hlotið Bronsmerkið eða átt jafn marga hunda sem hafa hlotið 1.einkunn í Hlýðni 1, einnig eigum við lang flesta OB titlana (hlýðni meistara), og erum við hjá Forynju ræktun eina Schäfer ræktunin á Íslandi sem hefur átt og ræktað hunda sem hafa keppt í Hlýðni II og III.
Enn ekkert af þessu væri hægt nema að vera með gott fólk í kringum sig og einnig frábæra hvolpakaupendur sem eru mjög duglegir með hundana sína og hafa áhuga á að þjálfa og vinna með hundana sína og mæta með þá í vinnupróf.
Við höfum einnig lagt mikinn metnað í að flytja nýja hunda inn til landsinns, enn í heildina höfum við flutt inn 7 hunda.

Hundarnir eru mitt áhugamál og fer allur minn tími í hundana. Ég legg mikinn metnað í að þjálfa og vinna með hundunum mínum og er það það skemmtilegasta sem ég geri. Schäferinn er umfram allt vinnuhundur og eiga ræktendur að leggja metnað og vinnu í að rækta hunda sem eru taugasterkir, geðgóðir og vinnufúsir, hundasýningar eru ekki allt.