Nýjir titlar hjá Forynju ræktun

Árið 2024 byrjar vægast sagt vel hjá okkur. Það eru þó nokkrir nýjir titlar komnir í hús og árið ekki hálfnað. Árið byrjaði eins og fram hefur komið á 2 nýjum vinnu titlum á Vesen okkar, en velgengnin stoppaði víst ekki þar.

Fyrstu helgina í mars fór fram Alþjóðleg hundasýning HRFÍ þar sem við eignuðumst okkar fyrsta heimaræktaða Íslenska meistara.

Forynju Einstök loðni molinn okkar hlaut þar sitt þriðja íslenska og annað Alþjóðlega meistarastig. Einstök er eins og nafnið gefur til kynna alveg einstök, gætum við ekki verið ánægðari með árangurinn á þessari ungu og glæsilegu tík.

Seinna í mars var svo haldið rally próf á vegum vinnuhundadeildar HRFÍ. Nokkrir Forynju hundar mættu og stóðu sig með stakri prýði. Við pússuðum uppá gömluna okkar hana Vonziu's Asynju og að sjálfsögðu kom hún sá og sigraði. Ynja okkar fékk fullt hús stiga, 100 stig af 100 mögulegum og bætti við sig enn einum titlinum RL-I og getur hún nú kallað sig ISW-22 ISVW-22-23 ISVetCh ISObCh RL-I OB-III OB-II OB-I Vonziu's Asynja. Hún hættir ekki að koma okkur á óvart þrátt fyrir að vera á 11 ári þessi drottning sem við eigum.